Við söfnum eingöngu þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir þjónustu okkar. Þær eru notaðar til að vinna úr greiðslum, afgreiða pantanir, tryggja afhendingu og auðvelda samskipti milli kaupenda og seljenda.
Upplýsingarnar sem við notum eru:
Nafn
Netfang
Heimilisfang
Greiðsluupplýsingar
Bankaupplýsingar
Kennitala
Símanúmer
Hvernig eru upplýsingarnar notaðar?
Persónuupplýsingar eru nýttar í tengslum við:
Viðskipti: Til að vinna úr pöntunum, greiðslum og samskiptum.
Greiðslur: Seljendur skrá bankaupplýsingar og kennitölu til að fá greiddan söluhagnað.
Greiningar: Gögn eru notuð í WooCommerce Analytics til að bæta þjónustu og upplifun.
Samskipti: Netföng kaupenda og seljenda eru aðgengileg fyrir beint samband.
Sendingar: Heimilisfang og símanúmer kaupenda eru deild með Póstinum og seljanda til að tryggja afhendingu.
Afhendingar: Heimilisfang seljanda er aðeins deilt ef seljandi heimilar að varan verði sótt.
Hverjir fá aðgang að upplýsingunum?
Við deilum persónuupplýsingum eingöngu með þriðja aðila þegar það er nauðsynlegt vegna þjónustu eða lögbundinna skyldna. Allir samstarfsaðilar eru skuldbundnir til að tryggja öryggi upplýsinganna.
Dæmi um þriðju aðila:
Pósturinn: Fyrir afhendingu vara.
Greiðsluþjónusta : Teya
WooCommerce Analytics: Til að greina notkun og bæta virkni.
JetPack: Til að safna tölfræðilegum gögnum.
Meta (Facebook/Instagram): Til greiningar á árangri auglýsinga..
Öryggi og vernd persónuupplýsinga
Sellit leggur áherslu á öfluga öryggisvernd. Allar upplýsingar eru dulkóðaðar, geymdar á öruggum netþjónum og aðgangur er takmarkaður við viðkomandi starfsfólk eða samstarfsaðila.
SSL dulkóðun er notuð við flutning gagna.
Gögn eru aðeins geymd eins lengi og þörf er á:
Sölugögn: Geymd í 7 ár skv. bókhaldslögum.
Óvirkir aðgangar: Eyðast sjálfkrafa eftir 2 ár.
Notendur geta skoðað, breytt og eytt sínum upplýsingum undir “Mínum síðum”. Ef einhver vandamál koma upp, er hægt að hafa samband á kaupx@kaupx.is
Vafrakökur (Cookies)
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun notenda, s.s.:
Geyma innskráningartengdar stillingar.
Greina notkun til að bæta síðuna.
Styðja við greiningartól eins og JetPack og Meta.
Þú getur stjórnað kökum í stillingum vafrans. Athugaðu að takmörkun þeirra getur haft áhrif á virkni síðunnar.
Réttindi notenda
Notendur eiga rétt á:
Að fá afrit af persónuupplýsingum sínum.
Að láta eyða þeim upplýsingum (nema lög mæli fyrir um annað).
Lög og reglur
Við vinnum samkvæmt íslensku persónuverndarlögunum nr. 90/2018. Nánari upplýsingar má finna á www.personuvernd.is.