Ef þú finnur ekki svar við spurningu er alltaf hægt að senda Email á kaupx@kaupx.is
Það er ókeypis að stofna aðgang á KaupX! Seljendur greiða aðeins þegar vara selst, og þá er innheimt 15% þóknun af söluverðinu.
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að skrá sig á KaupX og hefja kaup og sölu!
Þú byrjar á því að stofna aðgang og fylla út helstu upplýsingar eins og nafn, fæðingardag, heimilisfang, netfang og símanúmer. Heldur svo áfram og býrð til þína eigin búð eða markað, setur inn vörur og byrjar að selja
Engar áhyggjur – allar persónuupplýsingar eru vel varðar á markaðstorginu.
Þegar skráningu er lokið geturðu með einföldum hætti bæði selt og keypt vörur.
Já, allir geta selt vörur á KaupX – og það kostar ekkert að skrá sig og byrja að selja!
Þegar þú stofnar aðgang geturðu bæði selt og keypt vörur með einföldum hætti. Þú ákveður sjálf/ur hvernig þú nýtir markaðstorgið.
Á „Mínu svæði“ undir flipanum „Mælaborð“ finnurðu allar upplýsingar um sölurnar þínar. Við mælum með að skoða svæðið vel til að nýta alla möguleika KaupX til fulls.
Seljendur á KaupX ráða verðinu sjálfir.
Þeir geta gefið upp upprunalegt kaupverð og ákveða svo sjálfir hversu mikið þeir vilja fá fyrir vöruna. Verðið getur tekið mið af ýmsu – til dæmis ástandi vörunnar, framboði og eftirspurn.
Greitt er út vikulega (7 daga fresti) Með þessu tryggjum við að kaupandi hefur fengið vöruna og að allt sé með feldu. Ath 15% söluþóknun er tekin af hverri seldri vöru og er mismunur lagður inná bankareikning sem seljandi skráir inn.
Fer á innskráningarsíðuna (t.d. kaupx.is/my-account
eða kaupx.is/login
)
Smellir á „Forgot password?“ / „Gleymt lykilorð?“
Slær inn netfangið sitt og fær tölvupóst með tengli til að endursetja lykilorðið
Velur nýtt lykilorð og getur skráð sig inn aftur
📧 Ef þú finnur ekki póstinn strax, athugaðu ruslpóst / „Promotions“ flokkinn.
Hafði samband við seljanda og útskýrðu þitt mál afhverju þú vilt/þarft að fá endurgreitt. KaupX.is tekur ekki ábyrgð á vörum,að þær séu í réttu ásigkomulagi,komast á staðinn eða annað sem viðkemur vörunni. Við tökum þó fagnandi á móti beiðnum og reynum okkar allra besta við að hjálpa
Skil á vörum fara í gegnum seljendur, vinsamlegast hafðu samband við þann seljanda sem þú keyptir vöruna af. KaupX.is tekur ekki ábyrgð á að vörur komist til skila til kaupenda eða vörur komist til skila frá kaupendum til seljanda.
Ekki er hægt að skila vörum beint í gegnum KaupX.is Kaupendur eru hvattir til þess að skoða ástand vöru gaumgæfilega áður en kaup eru framkvæmd. Öll skil á vörum fara í gegnum seljendur. KaupX tekur ekki ábyrgð á ástandi vara.
Seljendur sjá um að senda allar vörur og notast við það þann sendingaraðila sem þau vilja s.s póstinn, dropp eða álíka.
Í flestum tilfellum er hægt að sækja þær vörur sem keyptar eru inná kaupX.is, er það þó í valdi seljanda að ákveða hvort þeir bjóði uppá slíka þjónustu eða ekki