Kaupandi ber ábyrgð á að skoða vandlega lýsingu vörunnar áður en hann leggur inn pöntun.
Kaupandi skal skoða vöruna við afhendingu og hafa strax samband við seljanda ef vara er ekki í samræmi við lýsingu.
Kaupandi á rétt á endurgreiðslu ef seljandi hefur ekki afhent vöru innan tilsetts tíma.
Kaupandi skal veita réttar upplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang og símanúmer, við kaup.
Á KaupX er aðeins hægt að greiða með kortafærslu.
Vara send heim til kaupanda
Vara send á næsta pósthús/póstbox
Vara sótt til seljanda (ef seljandi hefur gefið leyfi)
Kaupandi hefur valið að fá vöruna senda heim eða í póstbox/pósthús:
Seljandi þarf að póstleggja vöruna innan 5 virka daga.
Ef seljandi hefur ekki tök á að póstleggja vöruna innan þessa tíma, þarf hann að láta kaupanda vita sem fyrst.
Ef ekkert hefur heyrst frá seljanda og varan hefur ekki verið póstlögð innan tilsetts tíma, fær kaupandi endurgreitt og salan gengur til baka.
Kaupandi hefur valið að sækja vöruna til seljanda:
Kaupandi og seljandi ákveða afhendingartíma í sameiningu.
Ef seljandi hefur ekki haft samband eða svarað innan hæfilegs tíma (48 klst.) frá því að pöntun átti sér stað, á kaupandi rétt á endurgreiðslu og salan gengur til baka.
Best er að hafa samband við KaupX ef vara hefur ekki borist innan tilsetts tíma. KaupX sér um að endurgreiða kaupanda ef þess þarf.
Ef kaupandi hefur valið að sækja vöru (með leyfi seljanda), hefur seljandi samband við kaupanda eftir að pöntun hefur átt sér stað. Seljandi og kaupandi skulu í sameiningu finna hentuga tímasetningu og stað til að afhenda vöruna.
Þegar kaupandi hefur valið að sækja vöru (með leyfi seljanda) þurfa báðir aðilar (kaupandi og seljandi) að staðfesta afhendingu. Þessi staðfesting fer fram í gegnum tölvupóst sem þeir fá sendan frá KaupX.
Þegar kaupandi hefur valið að sækja vöru (með leyfi seljanda) þurfa báðir aðilar (kaupandi og seljandi) að staðfesta afhendingu. Þessi staðfesting fer fram í gegnum tölvupóst sem þeir fá sendan frá KaupX.
Kaupandi getur fylgst með sendingu (eftir að pöntun hefur verið móttekin) með því að slá inn sendingarnúmerið á heimasíðu Póstsins hér.
KaupX tekur ekki ábyrgð á týndum sendingum. Við bjóðum hins vegar upp á að hafa samband við Póstinn fyrir hönd kaupanda og gerum okkar besta til að aðstoða við úrlausn málsins.
Hvorki er hægt að skila né skipta vörum sem hafa verið keyptar af seljendum á KaupX. Kaupandi ber alla ábyrgð á kaupum sínum og er hvattur til að skoða vel vörulýsingar, myndir og allar tilgreindar upplýsingar áður en kaup eru gerð. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi vöru skal kaupandi hafa samband við seljanda áður en kaup eru gerð. Allar vörur eru seldar í því ástandi sem þeim er lýst.
Ef vara (sem keypt hefur verið af seljanda á KaupX) reynist gölluð eða er ekki eins og henni var lýst, er kaupanda ráðlagt að hafa samband beint við seljandann til að finna lausn og komast að samkomulagi. KaupX ber ekki ábyrgð á slíkum málum.
Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra eða breyta skilmálum okkar eftir þörfum. Allar breytingar verða birtar hér á síðunni.
Skoðaðu einnig skilmála fyrir seljendur