Hvernig byrja ég að selja?

Til að selja vörur hjá KaupX þarf að stofna aðgang og fylla inn nauðsynlegar upplýsingar.
Það kostar ekkert að stofna aðgang eða setja inn vörur.
KaupX tekur aðeins 15% þóknun af hverri seldri vöru.

Bankaupplýsingar – hvernig og af hverju?

Farðu í Stjórnboð > Taka út pening> Óska eftir úttekt

Vertu búinn að setja inn allar bankaupplýsingar inná Stjórnboð > Stillingar> Bankaupplýsingar Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að við getum greitt út söluhagnaðinn þinn.

Hvernig set ég inn vörur?

Farðu í Stjónborð> Vörur > Bættu við vöru 
Settu inn heiti, verð, mynd og eiginleika (td stærð, lit og ástand).
Engin gjöld fyrir birtingu.

Verðlagning – ráðleggingar

Veldu verð sem endurspeglar gæði og ástand vörunnar.
Ekki setja hærra verð en upprunalegt verð vöru eða verð á sambærilegum vörum.
Íhugaðu verðlækkun ef vara hefur ekki selst eftir langan tíma.

Afslættir

Hægt er að setja afslátt á hverja og eina vöru þegar sett er inn vara

Endurnýjun vara

Vörur detta ekki sjálfkrafa út af síðunni, ef þú óskar eftir að taka vöru út þá verður seljandi að gera það handvirkt

Sækja vörur 

Ef ekkert er tekið sérstaklega fram og seljandi setur inn heimilisfang inn á sína síðu er gert ráð fyir að seljandi gefi leyfi fyrir að það sé hægt að sækja vörur. ATH seljandi getur hakað í ( Þessi vara þarfnast sendingar ) ef ekki er óskað eftir að hægt sé að sækja vöru.

Sendingar með Póstinum

Þegar pöntun hefur borist sér Seljandi ALFARIРum að koma vörunni á pósthús og senda kaupanda innan 48 klukkutíma(virkir dagar) … Seljandi sendir og viðtakandi borgar.

Við pöntun

Ef sendir:

  • Pakka vörunni.

  • Fara með hana í pósthúsi/póstbox.

  • Senda til kaupanda.

Ef sótt:

  • Hafa samband við kaupanda.

  • Finna hentugan tíma og stað.

  • Afhenda vöru og staðfesta þegar varan hefur verið afhent

Söluhagnaður og þóknun

 KaupX tekur 15% þóknun af seldri vöru.
Ósk um útgreiðslu eru mögulegar 1 –  8 – 16 og 24 hvers mánaðar.

Ósk um útgreiðslu : 48 klukkustundir þurfa að líða frá sölu vöru til þess að hægt sé að óska eftir útgreiðslu á þeirri vöru. Ef aðrar seldar vörur hafa farið í gegnum 48 klukkustunda gluggan þá er hægt að óska eftir úttekt á þeim vörum á ofannefndum dögum.
Til að fá greitt:

  • Bankaupplýsingar þurfa að vera skráðar.

  • Varan þarf að hafa verið afhent.

Notendaskilmálar

  • Óheimilt að nota falskt nafn (gildir ekki um “store name” eða “username”).

  • Ekki má sleppa stjörnumerktum reitum eða fylla út með bandstrikum.

  • Allar upplýsingar þurfa að vera réttar.

  • KaupX sér rétt til að eyða aðgangi ef þessar skilmálum eru ekki fylgt.

Vöruskilmálar

  • Óheimilt er að selja vörur sem þú átt ekki.

    • Heimilt er að selja:

    • Töskur, veski

    • Sólgleraugu

    • Höfuðfatnað, trefla, sjöl

    • Hanska, belti

    • Skartgripi

    • Skófatnað

    • Aðrar vörur sem hægt er að setja í þá flokka sem eru til á síðunni.
    • Sambærilega fylgihluti í góðu standi

      Ekki má selja:

      • Notaðar snyrtivörur

      • Ólöglegan varning

      • Falsaðar vörur

      • Vörur í slæmu ástandi (óhreinar, illa lyktandi, osfrv.)

      KaupX getur hafnað vörum sem uppfylla ekki skilyrði.

Seljandi ber ábyrgð á að allar upplýsingar og lýsingar séu réttar og vörur í samræmi við skráningu.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta eða uppfæra þessa skilmála. Allar breytingar verða birtar á síðunni.

Sjá einnig almenna skilmála.

Ertu með vörur sem þú vilt selja ?

Búðu til þína eigin netverslun,

Fata eða Barnafatamarkað

Strax í dag, það tekur nokkrar mínútur og kostar ekki neitt að vera með.
Karfan mín(0)

það eru engar vörur í körfunni það eru engar vörur í körfunni